Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

Home Umræður Umræður Almennt ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman Reply To: ÍSALP og FÍ munu eiga Bratta saman

#61895
Sissi
Moderator

Fyrir fundinn væri gott ef stjórn gæti komið helstu lykilstærðum á félagsmenn:

* Hvert er verðmat á skálanum eins og hann stendur núna?
* Hvert er verðmat (söluverðmæti) á annarri einingunni ef hún verður seld?
* Eru áhugasamir kaupendur að henni?
* Hver er kostnaðaráætlun við að klára skálann, hvernig skiptist hún í efni, vinnu og flutning?
** Geri ráð fyrir að þetta sé framlag FÍ
* Hver er kostnaðaráætlun miðað við sjálfboðavinnu við innréttingar og að sveitir kæmu að flutningi gegn inneign í gistingun, líkt og í Tindfjallaskála?
* Hvert er verðmat á lóðinni og nýtingu, þ.e. að eiga fjallaskála inni í þekktasta þjóðgarði Íslands, UNESCO World Heritage Site?
** Þessi liður þarf að reiknast með verðmati til að sjá hvort verið sé að selja hlutinn á undirverði
* Af hverju þarf að blanda eignarhlut inn í verðið, er ekki hægt að leysa málið með langtíma leigusamningi við FÍ?
* Hvaða tryggingu hefur ÍSALP fyrir því að FÍ knýi fram sölu og yfirtaki húsið á einhverjum tímapunkti? Kæmi til greina að ÍSALP ætti 51% hlut ef engin önnur leið er fær en að láta eignarhlut?
* Hver er sjóður ÍSALP í dag?
* Hverjar eru árlegar tekjur ÍSALP síðustu 3 árin, per ár?

Kveðja,
Sissi