Ísklifuraðstæður 2019-2020

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2019-2020

This topic contains 3 replies, has 3 voices, and was last updated by  Bergur Einarsson 2 weeks síðan.

 • Höfundur
  Svör
 • #68299
  Bjartur Týr
  Bjartur Týr
  Keymaster

  Vetur konungur farinn að láta sjá sig og tími til kominn að hefja þráð um aðstæður vetursins.

  Af samfélagsmiðlum að dæma voru nokkrir sem freistuðust að finna ís eftir kuldakast síðustu viku.

  Ég fór ásamt Stebba og Gumma í Múlafjall í gær. Stefnan var sett á Stíganda. Við klifrðum styttri höftin upp að því lengsta og stoppuðum þar. Þar fannst okkur sturtan sem kom niður með fossinum um of svo við sigum niður á v-þræðingu. Fórum þaðan í Leikfangaland og klifruðum Botnlanga í skemmtilegum WI3 aðstæðum.

  Við komum við í Testofunni á leiðinni niður og þar voru svipaðar aðstæður og annars staðar. Eitthvað af ágætum ís og líklega vel hægt að klifra boltuðu leiðirnar.

  #68301
  Bjartur Týr
  Bjartur Týr
  Keymaster

  Við þetta má bæta að á föstudaginn keyrði ég sunnanverða Vestfirðina til Reykjavíkur og þar var slatti af ís farinn að myndast. Meira að segja Dynandi var frosinn að stórum hluta.

  Hafði líka augun opin í Bröttubrekku og þar virstust Single Malt leiðirnar vera að detta inn.

  #68307
  Freyr Ingi
  Freyr Ingi
  Participant

  Jú mikið rétt, það var einnig klifrað í Brynjudal í gær.

  Ági, Hulda og ég fórum upp ísleið vestan Flugugils.

  Sólstafir

  #68310

  Bergur Einarsson
  Participant

  Fórum líka nokkrir Hafnfiðringar í Spora hvilftina í gær. Fínar aðstæður í léttari leiðunum, klifruðum bæði Spora og Fara. Smá vatn á ferðinni undir ísnum í Fara en nóg af ís bæði til að klifra og tryggja vel. Konudagsfoss, var ekki kominn í aðstæður, kertaður og ekki alveg heill.

4 umræða - 1 til 4 (af 4)

You must be logged in to reply to this topic.