Ísaðstæður 2011-2012

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #57140
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég, Gummi, Óðinn og Ingvar kíktum í Grafarfossinn á laugadaginn sem er vinnsæll núna og fórum aðeins vinstrameginn við orginalinn. Tvö önnur teymi komu svo þarna seinna meir. Áhugaverðast var það hinsvegar að það var allt út atað í blóð í orginalinum, gaman væri að heyra hvað fór framm þar :)

    Kv.
    Arnar

    #57142
    Sissi
    Moderator

    Held að vörin á Stymma eigi heiðurinn af því, ekkert alvarlegt. Þeir geta kannski sagt betur frá því.

    #57160

    Annar þessara jaxla sem klifruð líka Grafarfossinn á sunnudaginn var Einar Stefánsson Everestfari. Einar tryggði félaga sinn upp í sæti bak við stórann stein. Þegar ég spurði út í þessa aðferð sagði hann „ég fer ekki í gegnum þessa steina“.

    Okkur tókst ekki að finna nýja sigakkerið en sennilega liggur það undir ís.

    #57209
    Sissi
    Moderator

    Snjóflóðaaðstæður á SV-landi

    Við Skabbi fórum í hausljósaklifur í Vallárgil á Kjalarnesi í gærkvöldi. Fjöll á SV-landi eru orðin frekar snjólétt að sjá eftir töluverðan vind og litla úrkomu upp á síðkastið.

    Þegar við vorum að koma nálægt skálinni sjálfri undir leiðinni breyttist færið úr hörðum vindpökkuðum snjó yfir í smá fleka ofan á því undirlagi og brotnaði svolítið í fótsporunum okkar.

    Við tókum lítinn prófíl með öxunum og sáum strax að þetta var engan veginn í lagi. Fundum 2 veik lög með sykursnjó, grjótharða skriðfleti og þétta fleka ofan á því. Þar sem snjórinn hafði safnast hressilega þarna inni í skálinni og ekki var í boði að komast örugga leið að ísnum ákváðum við að klifra frekar seinna en að lenda í rugli og héldum heim.

    [img]https://lh4.googleusercontent.com/-r-8bocgxAak/Tup2UwcSMPI/AAAAAAAAD6g/nWNFaxsMOIA/s720/P1030306.JPG[/img]

    Vil hvetja fólk, sérstaklega nýgræðingana, til að snúa við eða fara á annað svæði ef aðstæður eru slæmar, það er engin skömm að því. Held að alltof margir, þar á meðal við Skarphéðinn, séum með óhagstætt hlutfall af því að snúa við / lenda næstum í rugli. Þetta ætti náttúrulega að vera öfugt (snúa oftar við en lenda í rugli).

    Hér eru myndir:

    Passið ykkur um helgina á skálum / snjósöfnunarsvæðum.

    Sissi

    #57210
    Freyr Ingi
    Participant

    Freysi og Stymmi fóru Skoruna í Paradísarheimt í gær.

    Gott mót og sérelga skemmtilegur karakter af ísfossi að vera.
    Frzmar í þessum þræði lýsir Siggi T. aðstæðum nokkuð vel og í raun er þar engu við að bæta að sinni nema hvað að við mælum með göngu niður… ekki sigi.

    Við tókum semsagt „Skabba“ á þetta í gær, allt pikkfrosið og fast, klifur upp á brún laga, til, síga niður aftur. festa línur aftur í kertadrasli, brjóta kertið losa línurnar aftur og síga niður á fast land.

    Viðar og Guðjón Snær eru víst á þessum slóðum í dag.

    #57211
    Freyr Ingi
    Participant

    [quote=“Freyr Ingi Björnsson“ post=12520

    Við tókum semsagt „Skabba“ á þetta í gær, allt pikkfrosið og fast, klifur upp á brún laga, til, síga niður aftur. festa línur aftur í kertadrasli, brjóta kertið losa línurnar aftur og síga niður á fast land.

    [/quote]

    Skabbi ekki illa meint á neinn hátt, bara tilviljun að þú hafir verið með greinargerð um nkl sömu mistök og við gerðum í gær.

    Ég vona að greinargerðin um línuvesenið ykkar í Óríon verði til að fleiri svona reynslusögur dúkki hér upp á spjallinu því ég veit að fjölmargir hagnast á svona skrifum.
    Hvort sem það er lærdómur eða upprifjun fyrir fólk þá er þetta bara sniðugt.

    #57216
    Robbi
    Participant

    Já hver hefði trúað því að einhver mydni fara að klifra í Sólheimajökli þegar allt er í bullandi aðstæðum þessa dagana.
    Við Siggi og Palli fórum í mega skíðagöngumissjon að leita af ís lengst upp á Sólheimajökli. Þar er að finna ís í klettunum um 5-6km upp frá sporðinum og hægt að gera fullt af flottu stöffi.
    Sá í haust eina svakalega línu þarna uppi en því miður var hún ekki í aðstæðum núna.
    Klifruðum eina nýja leið í klettunum vestanmegin þar sem jökullin tekur beygju í skarðinu þar sem hann þrengist.

    Fyrir áhugasama er ferðasaga og myndir á http://www.roberthalldorsson.com

    Kv.robbi

    #57239
    Arni Stefan
    Keymaster

    Við Jonni fórum í Tröllafossinn í dag. Hann er nánast alveg frosinn nema hvað að vinstra megin í honum sprautast út um stórt gat. Gilið er pakkað af snjó og sáum að það hafði verið eitthvað á hreyfingu þannig við sigum niður fossinn sjálfann og tókum nokkrar ferðir hvor í toprope.

    [attachment=363]Trllafoss19.12.11-12.jpg[/attachment]

    Fossinn er ekki nema um 10-15m og klifrið mjög þægilegt. Ef menn eru vel jeppaðir er hægt að keyra alla leið inn að fossinum en ég mæli þá amk með því að hafa skóflu í bílnum. Við gengum frá veginum sem liggur inn að Hrafnhólum, u.þ.b. 2km rölt.

    #57263
    Siggi Tommi
    Participant

    Er einhver búinn að fara nýlega upp í Glymsgil.
    Maður hefði haldið að þar væri allt í glymrandi aðstæðum og ána jafnvel búið að leggja…

    #57264
    Gummi St
    Participant

    Það kæmi ekki á óvart, en við Addi fórum í Glymsgilið aðra helgina eftir að byrjaði að frysta og þá var byrjað að leggja þó hún var ekki klár þá.

    Annars fór ég með Óðni í Brynjudal í dag og við klifum þrjár leiðir í Þrándarstaðafossum í geggjuðum rjóma-jólaís

    mbkv,
    -GFJ

    #57267

    Gleðileg jól klifrara

    Ég fann þessa mynd úr ferð Toppfara 6. nóvember 2010. Mér sýnist hún vera tekin í Hvalskarði, norðan megin undir Norðursúlu. Veit ekki til þess að hann hafi verið klifinn. Eða hvað?

    [attachment=365]Slufoss.jpg[/attachment]

    #57268
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Berglindi og Sædísi í Glymsgil í dag.
    Þæfingsfærð í Hvalfirðinum og sóttist ferðin seint. Snjórinn óþarflega mikill handan bílastæðisins og tók þrammið sinn tíma.
    Vorum illa að okkur í aðkomunni þarna svo við villtumst aðeins en hafðist að lokum. Áin var hálffrosin eða rúmlega það – víða lokuð en stórar opnanir á köflum svo við skriðum yfir sumar snjóbrýrnar til öryggis. Komumst inn að Hval 1 að lokum og sáum glitta í Hval 2 og 3 og Glym sjálfan. Lögðum ekki í að fara lengra en nefið handan við Hval 1 því snjóbrúin þar var heldur mjó og við vissum ekkert hvað var þarna undir.
    Skelltum okkur því bara í Hval 1 og var það gríðarleg snilld. Lítið af ís í fyrra spönn en klifrið temmilega þægilegt. Efri spönnin WI5- ca. með 55m af sknilldar fítusklifri. Fórum svo Þorsta til að toppa upp á brún og það var líka mikil snilld. Lentum í myrkri eftir leiðsluna og læti – rammvilltumst á leiðinni niður og það tók góða stund í myrkri og éljum enda allt á fokkíng kafi í snjó.

    Spönnin, Krókur og Kelda í aðstæðum, hugsanlega Greenpeace. Hægt að fara Hval 2 en hann er sketchy, Hvalur 3 bara með einstaka bunka og illfær. Sáum ekki alveg nógu vel á Glym en það var haugur af ís þarna og hugsanlega hægt að fara Þrym eða orginalinn. Veit ekki alveg með að labba þarna inn en kannski fínt að síga niður skrímslið.

    Mæli meðessu!

    Myndir komnar á Picasa

    #57269
    Robbi
    Participant

    Ólafsfjarðarmúli 18-21.des
    Skellti mér með Jökli og Gumma Dúllara í ólafsfjarðarmúlann. Þar er allt í myljandi aðstæðum og fullt af nýju stöffi til að klifra ef einhver er spenntur. Nóg af ís á einu af flottari klifrusvæðum hér á landi.
    Mættum 2 teymum í múlanum en þeir voru ekkert að hafa fyrir því að láta almúgann vita…skamm skamm.

    Kv.
    Robbi

    #57270
    2109803509
    Meðlimur

    Fór með Arnari í Ýring í dag 27. desember.
    Efsta haftið er í mjög feitum og þægilegum aðstæðum. Mikill djúpur snjór neðst í gilinu sem styttir neðri höftin. Fyrsta langa haftið íslítið og tekur varla við skrúfum en er létt 3° klifur.

    Fleiri myndir hér frá Glymsgili og Ýring
    Sædís eldhress á leið inn Glymsgil.

    #57271
    Steinar Sig.
    Meðlimur

    Fór ásamt Óla Magg og Guðna í Brynjudal annan í jólum. Klifum tvær leiðir í breiðri ísbreiðu rétt ofan við og innan við Ingunnarstaði, nánartiltekið beint upp af áratugagömlu vörubílahræjunum. Fullt af ís þarna um 20-40 metra hár af 2-4 gráðu.

    Virtum fyrir okkur Þrándarfoss. Hann er líklega vel kleifur, þó glitti í mikinn vatnselg inn í honum. Annars er allt fullt af fínum ís þarna í dalnum.

    Á jóladag fórum við Óli hálf mislukkaðan túr upp eitt gil í Þyrlinum. Það reyndist öllu snjó og íslausara en okkur hafði sýnst frá veginum. Varð því lítið meira en göngutúr með minniháttar brölti.

    #57273
    AB
    Participant

    Sissi, Starkaður og undirritaður klifu Rísanda í Múlafjalli í gær. Leiðin er í mjög góðum aðstæðum. Stígandi, frá veginum séð, virtist einnig vera mjög ísmikill. Kertið í Íste náði ekki niður.

    Kveðja,
    AB

    #57275

    Þrímenntum í Glymsgilið í dag, ég, Styrmir og Kalli.
    Gaman að sjá gilið í aðstæðum. Skelltum okkur í Hval 1 og Þorsta. Hiklaust hægt að mæla með þessum leiðum. Þetta ku vera þriðji dagurinn í röð sem þessar leiðir eru heimsóttar! Allt að gerast í Glymsgili!

    kveðja,
    Arnar

    #57276
    Gummi St
    Participant

    Sá að þau sem búa við Köldukinn voru að setja inn myndir af góðum aðstæðum, sjá á
    http://www.flickr.com/photos/11245473@N02/

    -GFJ

    #57279
    Siggi Tommi
    Participant

    Allt að drukkna í ís.
    Stekkjastaur spikaðri en verið hefur í áraraðir og einhverjar nýjar línur í aðstæðum…
    Vont að komast ekki norður í bráð :(

    #57282
    Karl
    Participant

    Kinnin Rokkar!
    [attachment=369]kinn28.des.jpg[/attachment]

    #57284
    hms
    Meðlimur

    [attachment=370]PC270703.JPG[/attachment]

    [attachment=370]PC270703.JPG[/attachment]
    Ég og Árni Stefán klifruðum Öxarárfoss á þriðja í jólum.
    Ætluðum í Spora en leyst ekki á henguna sem hékk beint yfir fossinum þannig að við skelltum okkur á Þingvelli til að dagurinn væri ekki bara bíltúr og gönguferð í mittisdjúpum snjó.

    #57285
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Arnari Emils, Berglindi og Sædísi í Hvalfjörðinn að morgni Nýársdags.
    Ætluðum í Brynjudal en þar hafði ekkert bætt í ísinn síðan í byrjun des (sjá póst frá Robba þá).
    Fórum því í Múlafjall og áttum góðan dag þó snjór hafi verið umtalsverður á svæðinu.
    Lítið hafði bætt í ísinn síðan í jólaklifrinu um miðjan des og ekkert rennsli að sjá í leiðunum.
    Samt fullt af ís þarna svo það er af nógu að taka.

    Jæja, við Arnar hjóluðum í Mömmuleiðina í þunnum aðstæðum. Klipptum í þrjá bolta og börðum tólum ítrekað í steinefnin.
    Síðan var það stóra verkefnið en það var Íste, sem var í afar hressandi aðstæðum. Kertið náði ca. hálfa leið niður og efri parturinn var hressandi líka.

    Sædís og Berglind fóru í Stíganda í góðum gír á meðan og skemmti sér líka vel.

    Endalaust af ís í Eilífsdal virtist vera. Þilið spikað og Súlurnar og Einfarinn feit líka. Ábyggilega ógrynni af snjó þar reyndar…

    Nokkrar aðstæðumyndir á Picasa
    Engar klifurmyndir þar sem við vorum bara tveir í teymi…

    #57288
    siggiw
    Participant

    sæl öllsömul og gleðilegt nýtt ár. við fórum tveir í næturklifur ég og pálmi ben fyrir áramótin. við lýstum upp frallið á móti með stórum kastara og var þetta alveg magnað. við klifruðum semsagt ísleið sem er í Illa gili í norðfirði. ísaðstæður eru mjög fínar hér fyrir austan og nóg af verkefnum.
    http://vimeo.com/34420623 smá sýnishorn
    kv. siggi villi

    #57292
    Freyr Ingi
    Participant

    Styrmir og Freyr fóru Ýring í dag.

    Slatti af snjó í gilinu gerir stuttu íshöftin styttri, sæmilegur ís.

    Efsta haftið var alveg sílspikað af afbragðs ís, þurr og kaldur en ekki brothættur.

    Gengum ofar í gilið til að skoða kertin fyrir ofan lokahaft Ýrings en snerum við vegna snjóflóðahættu en töluverður foksnjór var í skálinni efst í gilinu og greinilegur fleki sem hafði farið þar af stað.

    Ekki ólíklegt að svipaðar aðstæður séu víðar.

    #57295
    Jon Smari
    Participant

    Skunduðum tveir í Tvíburagil í gærdag (Jón Smári og Þórður Bergsson), líklegast óþarfi að segja frá því en aðstæður voru mjög góðar. Fórum leið sem ég kann ekki að nefna, en væri gaman að vita hvað heitir. Leiðin er innarlega og snýr niður gilið, hægra megin við boltaða mix-leið. Mikill snjór var/er upp á brúninni, þannig ómögulegt reyndist að finna akkerið. Sköpunargáfan fékk að njóta sín við þá smíð.

    Kveðja,
    Jón Smári

25 umræða - 26 til 50 (af 60)
  • You must be logged in to reply to this topic.