Re: svar: !! Varúð-Klassísk!!

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur !! Varúð-Klassísk!! Re: svar: !! Varúð-Klassísk!!

#53285
Freyr Ingi
Participant

Sko, þetta er ekki meira planað en svo að það sem við viljum fá útúr þessu er að eiga lista yfir ísleiðir (skíða- og klettaleiðir síðar) sem skemmtilegt er að klifra.
Eftir að sá listi er kominn er hægt að sinna þeim almennilega, gefa út tópó með klassíkerum og þannig benda nýjum og gömlum á skemmtilegt klifur.

Svo má nátturlega taka þetta lengra og gera lista yfir klassíkera í mismunandi gráðum.
T.d

WI3 – Spori í Kjós

WI4 – 55° í Búhömrum

WI5 – Þilið í Eilífsdal

nota bene listinn er ekki endilega endanlegur svo að ekki nýta tækifærið og fara í fýlu ef að uppáhaldsleiðin þín er ekki á listanum.

Óska eftir tillögum í listann og vonast til að sjá sem flesta á miðvikudaginn.

Freysi