Re: svar: Valshamar og batterísbor

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar og Bensínbor Re: svar: Valshamar og batterísbor

#48032
2806763069
Meðlimur

#1 Þegar hefur verið rætt um að kaupa nýja batterísvél fyrir sjóði SKFR, því miður hefur ekki verið rokið í það mál strax, en við tökum þetta sem spark í ********.

#2 Reynslan af bensínborvélinni sem þegar er til er þannig að ekki þykir ástæða til að fjárfesta í annari slíkri.

#3 Vegna þess að batterí og hleðsla þeirra er vissulega vandamál stendur til að kaupa þegar fleirri en eitt batterí í byrjun.

#4 Áður en menn tapa sér yfir gleði skal taka fram að hver sem er mun ekki hafa aðgang að þessari borvél. Stjórn SKFR hefur enn ekki komist að niðurstöðu um hvernig aðgangstakmarkanir að möguleikum fólks til að bolta nýar leiðir. Allir málsmetandi aðilar eru hinsvegar sammála um að nauðsinlegt er að stýra þessu með einhverjum hætti. Þetta er bæði til að tryggja öryggi en ekki síður til að koma í veg fyrir boltunar slys. Þ.e. lélega boltaðar leiðir, boltun á stöðum þar sem ekki er leyfinlegt að bolta, boltun annars tryggjanlegra leiða osf.

Stjórn SKFR mun taka feginshendi öllum tillögum varðandi reglur til að stýra því hverjir fá að nota vélina og hverjir ekki.

En þangað til skýrar reglur gilda munu einungis afar fáir og afar gamlir/traustir gaurar hafa aðgang að vélinni, í flestum tilfellum þeir sömu og þegar hafa boltað um 90% af klettaleiðum landsins.
Svona er bara lífið!!!!

#5 SKFR hefur yfir að ráða sjóð af boltum og augum. Sá sjóður er varðveitur af formanninum Árna G. Reynissyni og er ætlaður fyrst og fremst til viðhalds og viðbóta við eldri svæði og uppbyggingu nýrra svæða. Þegar hefur verið ráðstafað úr sjóðunum til Valshamars, Hnappavalla, Munkaþverár og Skollakviltar við Súðavík. Stæðstur hluti fór svo til uppbyggingar á fjölspannasvæði í Gígjaporshamri við Hrafnsfjörð, Jökulfjörðum.
Það eina sem sjóðurinn er ekki hugsaður til að gera er að bolta stakar leiðir á óþekktum svæðum. Sé eitthvað til í sjóðnum enn er sjálfsagt mál fyrir Jónka að banka upp á hjá Árna og fá fjárveitingu. Enda uppfyllir þessi nýja leið að öllum líkindum ítrustu kröfur sjóðsins.

Vonandi verður þetta til að skýra eitthvað.
Tekið skal fram að ofantalið byggist á skoðunum og minni undirritaðs og þarf ekki í nákvæmlega öllum atriðum að endurspegla raunveruleikan, enda minnið farið að slakna og skoðanirnar löngum verið skrýtnar.

kv.
Ívar F. Finnbogason, gjaldkeri Sportklifurfélags Reykjavíkur