Re: svar: Trunturnar í Eilífsdal

Home Umræður Umræður Almennt Skiltið við Valshamar Re: svar: Trunturnar í Eilífsdal

#52983
1908803629
Participant

Já, var einmitt að spá í þessu… Þegar ég kom að síðast þá var eins og einn hesturinn væri með afturendan límdan við staurinn, og var ekki á leið með að færa sig þegar ég reyndi að festa skiltið aftur á.

Sem sagt… Hestarnir fá greinilega eitthvað út úr því að kynnast þessu skilti okkar sem best og því ólíklegt að okkur takist að halda því föstu á stönginni, sérstaklega ekki ef það er í þessari hæð.

Jú, ein lausn væri að hafa skiltið hátt hátt uppi en hvað með að festa það alveg við jörðina, þá eru held ég minkandi líkur á því að hestarnir juðist í því eða að það detti úr og það væri engin fyrirhöfn að koma því fyrir þannig, á stönginni…

Svo er held ég gott húsráð að leggja þar sem maður sér bílinn, þannig að maður getur brugðist skjótt við ef hestarnir skyldu fara nærri.