Re: svar: Stjórn ÍSALP

Home Umræður Umræður Almennt Stjórn ÍSALP Re: svar: Stjórn ÍSALP

#51054
1704704009
Meðlimur

Góður punktur. Reyndar hafði ég tilkynnt í einni fréttinni fyrr í vetur að ég hefði hug á áframhaldandi formennsku, þannig að afstaðan er skýr hvað mig snertir. Svo er það í höndum Aðalfundar hvort klúbburinn vill sama formann áfram og mótframboð eiga auðvitað að líta dagsins ljós til að gera þetta spennandi.

Annars eru tvö ný framboð komin til almennrar stjórnarsetu en í Aðalfundarboðinu um daginn gleymdist að geta þeirra og beðist er velvirðingar á því lögbroti.

En varðandi sitjandi stjórnarfólk, þá væri ágætt að spinna þráð um það hér. Stefán hyggst fá lausn, og Ágúst Þór sömuleiðis. Viðar hyggst bjóða sig fram til lengri setu. Olli, Annarmaría og Magnús gætu skotið hér inn lokasvari sínu. Síðan að taka allt saman og senda þessar upplýsingar með ítrekunarfundarboði.