Re: svar: Norður í land?

Home Umræður Umræður Almennt Norður í land? Re: svar: Norður í land?

#50430
2806763069
Meðlimur

Held að ég nenni ekki að rölta þetta skíðalaus. Læt mér nægja að fara skíðalaus nokkrar ferðir á Hjúkinn í sumar. Það er víst nóg að láta Kalla stríða sér yfir því.

Rölti annars inn í Eilífsdal í morgun. Fullt af ís en hvorki Þilið né tjaldið ná saman. Einfari lítur vel út og sömuleiðis Tvífarinn. Snjór fyrir ofan báðar leiðir en líklega auðvelt að klifra hann, nieve eins og það heittir víst (eða var það Nivea?)
Fór annars góða leið alveg í botni dalsins, byrjar töluvert neðar en hinar leiðirnar, 3-4gr. tengdi það svo við létta spönn í klettunum fyrir ofan og rölti yfir Esjuna og niður Þverfellshornið og rétt misti af strædó. ca 120m af klifri og kominn heim í hádegismat.