Norður í land?

Home Umræður Umræður Almennt Norður í land?

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #44755
  2806763069
  Meðlimur

  Einhver á leið norður í land? Langar að fara að þramma um Tröllaskagan um helgina á fjallaskíðunum og vantar far og félagsskap.

  ivarfinn@hotmail.com

  #50429
  Anonymous
  Inactive

  Til er ég en á ekki fjallaskíði. Þetta svæði er ótrúlegt og endalaust hægt að sjá eitthvað nýtt þarna.
  Olli

  #50430
  2806763069
  Meðlimur

  Held að ég nenni ekki að rölta þetta skíðalaus. Læt mér nægja að fara skíðalaus nokkrar ferðir á Hjúkinn í sumar. Það er víst nóg að láta Kalla stríða sér yfir því.

  Rölti annars inn í Eilífsdal í morgun. Fullt af ís en hvorki Þilið né tjaldið ná saman. Einfari lítur vel út og sömuleiðis Tvífarinn. Snjór fyrir ofan báðar leiðir en líklega auðvelt að klifra hann, nieve eins og það heittir víst (eða var það Nivea?)
  Fór annars góða leið alveg í botni dalsins, byrjar töluvert neðar en hinar leiðirnar, 3-4gr. tengdi það svo við létta spönn í klettunum fyrir ofan og rölti yfir Esjuna og niður Þverfellshornið og rétt misti af strædó. ca 120m af klifri og kominn heim í hádegismat.

  #50431
  0311783479
  Meðlimur

  Hér er þetta kallað neve og hérlendir bera það fram „nevvvii“ (mikil áhersla á v og i ;o) ).

  Ég kalla þig skrambi góðan Ívar, tókstu einhverjar myndir?

  Getur maður nú orðið tekið strætó inn í Eilífsdal? ;o)

  Af Skotum er það að frétta að massíf snjófljóð féllu í vikunni á Ben Nevis og 4 lentu í þeim, tjónuðust nokkuð. Ég hef lengi velt vöngum yfir hispursleysi þeirra yfir ýlum og uppskorið háðsglósur fyrir þegar ég hef spennt hann á mig.
  Erfitt að kenna gömlum hundum að sitja

  Góða helgi
  Halli

4 umræða - 1 til 4 (af 4)
 • You must be logged in to reply to this topic.