Re: svar: Lagabreytingatillögur

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingatillögur Re: svar: Lagabreytingatillögur

#52750
Karl
Participant

Ég sé enga ástæðu til að hindra að fundarmenn á aðalfundi geti skellt sér í framboð ef andinn kemur yfir þá, -alveg óháð því hversu mörg framboð koma fram fyrir fundinn.
Ég hef vanist því að á aðalfundum félaga sé lýst eftir áhugasömum einstaklingum í viðbót við þá sem kynntir eru af uppstillinganefndum eða hafa gefið kost á sér með öðrum hætti.
Almenna reglan er að aðalfundir fara með æðsta vald í hverju félagi. Í ljósi þess er óæskilegt að loka fyrir þann möguleika, að á aðalfundarmenn geti skellt sér í slaginn….

Kalli (sem er ekki á leið í framboð…)