Re: svar: Lagabreytingatillögur

Home Umræður Umræður Almennt Lagabreytingatillögur Re: svar: Lagabreytingatillögur

#52752
SkabbiSkabbi
Participant

Ekki hefur verið kosið í nefndir Ísalp undanfarin ár svo ég viti til. Skv. gömlu lögunum og þeim nýju skal stjórn skipa í nefndir eftir þörfum. Hafi menn áhuga á nefndarstörfum er eðlilegast að þeir tilkynni það til stjórnar.

Fundarstjóri sér um framkvæmd kjörs uppstillinganefndar, hér eftir sem hingað til.

Varðandi kosningu til stjórnar. Einfaldur meirihluti ræður kosningu, þannig að eitt atkvæði umfram þann næsta í framboði nægir til að tryggja kosningu. Ég geri ráð fyrir því að ef menn á annað borð bjóði sig fram til stjórnarsetu muni þeir gefa sjálfum sér sitt atkvæði í kjöri. Líkurnar á því að enginn í framboði fái eitt einasta atkvæði eru því litlar.

Ekki hefur þurft að grípa til kosninga ef framboð eru jafnmörg lausum sætum í stjórn. Lófatak hefur verið látið nægja. Nú veit ég ekki hvernig bregðast skal við því ef fundarmenn neita að klappa….

Allez!

Akmed