Re: svar: Klifrað á Kjálkanum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifrað á Kjálkanum Re: svar: Klifrað á Kjálkanum

#53511
1506774169
Meðlimur

Fyrir þá sem ekki vita þá er dalur í Gilsfirði sem heitir Ólafsdalur. Ef gengið er inn dalinn og beygt til vinstri í dalbotninum eru nokkur stór íshöft sem væri eflaust gaman að skoða. Þau eru nánast í algeru skjóli bæði fyrir vindi og sól enda haldast þau langt fram eftir vori. Fínt er að leggja við gamla skólahúsið og labba þaðan en þetta er svona 30 mínútna labb. Held að enginn hafi skoðið þetta með klifur í huga, rakst á þetta þegar ég var á rjúpu fyrir nokkrum árum :)