Re: svar: Klifrað á Kjálkanum

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Klifrað á Kjálkanum Re: svar: Klifrað á Kjálkanum

#53506
0304724629
Meðlimur

Smá leiðrétting. Ég er ekki 47 ára heldur 48 ára. Þessi ,,ýmsu vandamál“ sem sem Bleiki minnist á voru þau að hann gleymdi línunni í bílnum. Svo við vorum bara með einn spotta. Kom þó ekki að sök. Við erum svosem búnir að klifra meira og driftin ekki verið svona mikil í nokkur ár. Fórum líka nýja leið á Óshlíðinni um daginn sem ekki var skírð (WI4) og svo hefur myrkrið líka verið nýtt til að brúka tólin. Stefnt er að því að fara tvær nýjar leiðir á leynistaðnum á sunnudaginn.

Já, og svo er verið að kanna nýjar grundir fyrir ísfestival, tala við bændur, heyra í heimamönnum og allt….