Re: svar: Íslandsmótið í Boulder

Home Umræður Umræður Klettaklifur Íslandsmótið í Boulder Re: svar: Íslandsmótið í Boulder

#48635
2806763069
Meðlimur

Félagamálið er reyndar ekkert grín. Við nennum nefnilega ekki að hafa of mikið af fólki sem hefur jafnvel aldrei klifrað áður og sýnri íþróttinni lítilsvirðingu með því að keppa í henni.
Ég veit að þetta hljómar fráhrindandi en segi einnig að stefnt er að því að allir sem hafa hið minnsta erindi á mótið geti skemmt sér vel, við viljum bara ekki fólk sem kemst ekki af jörðinni í léttustu vandamálunum og veit ekki hvað túttur eru.

Það er nú einu sinni þannig að maður sér ekki fólk sem meikar ekki 100m að keppa í frjálsum, því miður hefur þannig fólk hinsvegar af einhverjum ástæðum séð ástæðu til að keppa í klifri (sem er þegar öllu er á botninn hvolft miklu sérhæfðari íþrótt en frjálsar (ekki satt Olli)).

Það væri hinsvegar ákaflega gaman að sjá keppendur frá öðrum félögum, eins og Akureyri, Björk og Ísafirði eða Selfossi. Á öllum þessum stöðum eru veggir og vonandi eru einhverjir að æfa í þeim.