Re: svar: Ísklifrið á sunnudag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifrið á sunnudag Re: svar: Ísklifrið á sunnudag

#50891
AB
Participant

Ég held að Einar Ísfeld og Gummi Spánverji geti staðfest að Villingadalur sé varasamur í snjóflóðaaðstæðum. Einar sagði mér frá því að fyrir allmörgum árum hafi þeir kumpánar staðið í dalsmynninu og íhugað hvort gönguleiðin að fossunum væri örugg. Þeir létu slag standa og þegar þeir höfðu gengið inn dalinn (og hafið klifrið? Man þetta ekki alveg) hreinsaði hlíðin sig.

Var sagan ekki u.þ.b. svona?

Kveðja,
AB