Ísklifrið á sunnudag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifrið á sunnudag

 • This topic is empty.
 • Höfundur
  Svör
 • #45466
  1704704009
  Meðlimur

  Ísklifurfarar á sunnudag: Við erum 12 skráð og þar af 10 á Netinu. Ég er uggandi vegna snjóflóðahættu í Eilífsdal fyrir klifurferðina á sunnudag. Nú þegar er Esjan búin að stríða göngufólki einu sinni auk þess sem meiri snjósöfnun er spáð fram að helgi, að því ógleymdu að Eilífsdalurinn er jafnan varasamur snjóflæðir. Mér finnst nægur vafi í málinu til þess að taka ekki sénsinn á þessu og legg til að við förum í Villingadalinn í staðinn. Þar er nægur ís og svæðið nýkannað. Við þurfum að vera samhent í þessu, þetta er jú skipulögð Ísalpferð og mestu skiptir að koma heil heim.

  #50890

  Þó að farið sé í Villingadal ætti fólk samt að hafa með sér snjóflóðagræjur. Ýli, stöng og skóflu.

  #50891
  AB
  Participant

  Ég held að Einar Ísfeld og Gummi Spánverji geti staðfest að Villingadalur sé varasamur í snjóflóðaaðstæðum. Einar sagði mér frá því að fyrir allmörgum árum hafi þeir kumpánar staðið í dalsmynninu og íhugað hvort gönguleiðin að fossunum væri örugg. Þeir létu slag standa og þegar þeir höfðu gengið inn dalinn (og hafið klifrið? Man þetta ekki alveg) hreinsaði hlíðin sig.

  Var sagan ekki u.þ.b. svona?

  Kveðja,
  AB

  #50892
  1704704009
  Meðlimur

  Það fýkur í skjólin flest. Snjósöfnunin heldur áfram annaðvköld með feykilegri ofankomu. Er í sambandi við Veðurstofuna varðandi snjóflóðahættu til fjalla. Hef takmarkaðan áhuga á að lenda í snjóflóðum og pósta út nýjum fréttum með góðum fyrirvara.

  #50893
  1012734079
  Meðlimur

  Jú Andri þetta var einhvern veginn svona. Ég og Ívar fleytum þarna niður brekkuna fyrir neðan aðalleiðirnar með einu frekar stóru flekaflóði nokkru fyrr. Ég var sá sem setti flóðið af stað í Esjunni á sunnudag. Í gili þessu voru staðsett tvö flekalög og stóð ég á þessu sem setti allt af stað í einungis 5-10 sekúndur. Aðstæður í fjöllum í nágrenni Rvk eru hættulegar. Farið varlega annars svo þið eyðileggið ekki daginn fyrir samferðamönnum ykkar eins og KING sagði um árið!

  Kv. Spánverjinn

  #50894
  1704704009
  Meðlimur

  Villingadalurinn er út úr myndinni á sunnudag. Talaði við veðurstofuna og niðurstaðan er sú að Villingadalsferð færi að snúast upp í óþarfa áhættu. Mér finnst engan veginn forsvaranlegt að standa í slíku í skipulagðri Ísalpferð.

  Þess í stað kemur plan c: Grafarfoss og Granni. Ný auglýsing komin á dagskrársíðuna.

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
 • You must be logged in to reply to this topic.