Re: svar: Hvernig skíði?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Hvernig skíði? Re: svar: Hvernig skíði?

#53593
1509815499
Meðlimur

Sæll.

Black Diamond eru að koma rosalega sterkir inn á þennan markað, bæði með telemark og AT vörur (nýju skórnir þeirra eru víst alveg rosalegir, en það er önnur saga).

Er nú ekki sérfræðingur í þessu heldur en er þetta alltaf spurning hvernig þú ætlar að nota skíðin. BD Stigma eru svona allround en Verdict í feitari kanntinum.

P.S. Veit ekki hvort þú hafir eitthvað að gera með þetta, en hvað er málið með bambus stangirnar í miðjum brekkum Bláfjalla??? Væri ekki nær að setja meira áberandi stangir fólki til aðvörunar. Veit um 4 sem keyrðu á þessar stangir og flugu á hausinn í gær…