Re: svar: Hnappavellir

Home Umræður Umræður Almennt Hnappavellir Re: svar: Hnappavellir

#49166
0405614209
Participant

Góðan mánudag

Ég talaði rétt áðan við Árna hjá Umhverfisstofnun sem hefur með friðlönd að gera varðandi frekari uppbyggingu á Hnappavöllum og möguleika á að fá að nýta Salthöfðasvæðið.

Hann sagði það vera í góðu lagi þeirra vegna að nota svæðið (bolta o.s.frv.) og þeir myndu ekki skipta sér af því. Ákvörðunin væri í höndum landeiganda ásamt því að fá þarf samþykki þjóðgarðsvarðar (Ragnar Frank).

Sem sagt: Semja við landeiganda og þjóðgarðsvörð – best að hafa þetta skriflegt.

Flóknara var það nú ekki.

Kveðja
Halldór formaður