Re: svar: hmm

#48314
2806763069
Meðlimur

Þessi umræða byrjar nú alveg úr hörðustu átt, frá leiðasnýki og félögum. Ég man nú einhverntíma eftir því að einn af félögum Palla tróð mig niður í baráttuinni við að ná í óklifraða leið í Haukadalnum, eftir að ég hafði spólað fram úr öllum gamlingjunum upp brekkuna en var grænn bak við eyrum og vissi ekki hvað var klifrað og hvað ekki. Reyndar bætti ég um betur þennan dag og klifraði M6 leið sem að mínu mati er ein flottasta leið svæðiðsins, reyndar ekki f.f. Ekki var hún heldur falleg sagan af gaurunum sem rótuðu upp brekkuna við Núp til að ná nýrri leið þar og gáfu sér ekki einusinni tíma til að spjalla við aðra klifrara sem renndu í hlað til þess eins að sjá hverjir væru þar á ferð. Líklega voru þeir hræddir um að leikurinn væri endurtekin frá Haukadalnum og þeir hefðu það ekki upp brekkuna á undan ungu strákunum, þrátt fyrir öll íþróttamet.

Nei ég get ómögulega tekið þessa gagnrýni til mín úr þessari átt.

Þið verðið einfaldlega að horfast í augu við það að mín vinnubrögð eru mótuð af gömlu hetjunum mínum, ykkur, og ef eitthvað hafa þau mildast mikið frá þeim tíma er menn voru tilbúnir að höggva mann og annan fyrir nýjar leiðir og sæti á toppnum. Reyndar væri ég nú til í að sjá eitthvað smá af þessum gamla tíma aftur. Það er lítið gaman að vera eina risaeðlan í þessari deyjandi keppni.

Hvað gráðurnar varðar þá er það deginum ljósara að mínar gráður eru oftar en ekki hærri en P-gráðurnar, en ég er hinsvegar ekki viss um hver hefur rétt fyrir sér því gráður eiga að endurspegla erfiðleika leiðanna en ekki stærð eistna klifraranna sem gerðu þær. Ég lít því á það þannig að ég sé að leiðrétt misskilning en ekki að ofgráða leiðir. Og varðandi Sexí þá getur vel verið að hún sé of gráðuð, ég var veikur þegar ég klifraði hana. Ekki andlega heldur líkamlega í þetta skiptið.
Auk þess held ég að kertið fyrir ofan Núp hafi fengið 5+. Óháður aðili sagði að það væri töluvert auðveldara en Sexí og hvað fær maður þá út??

Ég mun halda áfram að gefa leiðum þær gráður sem mér finnst endurspegla erfiðleika þeirra í samhengi við klassíksar og viðurkendar leiðir eins og Orion. Ég get því miður ekki séð neina kosti við undirgráðun en marga kosti við það að gráðukerfi endurspegli eins vel og auðið er þá erfiðleika sem við má búast.

Varðandi nýja svæðið æta ég mér að eiga það einn í einn dag, eftir það verður staðsetning þess skráð á vefin eins og alltaf hefur verið gert. Þetta svæði er reyndar ekki erfitt að finna og ef menn nenntu að leggja á sig lítilsháttar labb væru þeir líklega löngu búnir að finna það. Við Jökull nenntum því og gerðum það fyrir okkur en ekki til að spara hinum væsklum könnunarleiðangur. Fylgist bara með, það hlýtur að fara að draga til tíðinda (þessar leiðir eru nú samt ekki nema svona p4 eða 5.gr í mesta lagi svo þið getið alveg andað rólega).

kv. Harðnandicore