Re: svar: Gullna reglan

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Gullna reglan

#50995
AB
Participant

Vel mælt Skabbi. Það er einfaldlega ekki töff að detta í ísklifri. Reglan er í fullu gildi, sá sem leiðir í ís má ekki detta. Þegar það gerist þá er það heppni ef menn meiðast ekki.

Þegar ég byrjaði að klifra var mér sagt að Guðmundur Helgi (Christiansen) hefði aldrei (eða var það eitt skipti?) dottið í leiðslu í ísklifri. Ísklifurkappar á borð við Palla, Ívar o.fl. hafa mér vitandi ekki dottið nema örsjaldan á löngum ferli.

Ívari tókst reyndar að slasa sig við fall þó hann væri í ofanvað en óhætt er að segja að það hafi ekki verið honum að kenna:)

AB