Re: svar: Glimrandi Grafarfoss

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Glimrandi Grafarfoss Re: svar: Glimrandi Grafarfoss

#48386
Anonymous
Inactive

Það var planið hjá mér að fara í Grafarfoss á sunnudeginum en ég var blásaklaus að renna mér á skíðum í Bláfjöllum á laugardeginum þegar einhver bretta dúddi var að stytta sér leið í skálann og renndi sér þvert á mig. Mér var sagt þetta því ég man ekkert hvað gerðist en steinrotaðist í smá tíma og brákaði tvö rifbein en brettarinn var nægjanlega viti borinn til að forða sér áður en ég raknaði úr vímunni. Af þessum sökum var ég eins og naut í flagi að óskapast yfir veðrinu í gær og geta ekkert leikið mér en það kemur dagur á eftir þessum he he Olli