Re: svar: Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur

Home Umræður Umræður Almennt Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur Re: svar: Fjölspannaleiðir fyrir byrjendur

#52072
AB
Participant

Ég tek undir með Ívari að Einfari í Elífsdal býður upp á frábært ævintýraklifur. Vissulega er hún ekki algjör byrjendaleið en fyrir þá sem hafa smá reynslu af ísklifri og grunnþekkingu á vetrarfjallamennsku (snjóflóðaþekkingu m.a.) þá er leiðin algjör nauðsyn. Ég klifraði fyrst Einfara með Steppo fyrir rúmum 5 árum (fooookkk hvað tíminn líður). Það var í nóvember og það var full heitt í veðri. Neðsta spönnin var frábært WI3 klifur en restin var ís- og snjólaus að mestu. Við klifruðum þá kletta, skriðum út syllu og mixuðum okkur upp með hugmyndaflugi og reddingum. Frábær dagur og þarna safnaðist drjúgt í reynslubankann, að mér fannst.

Sömuleiðis er leiðin Kleifarfoss í Þyrli mjög þægileg ísleið. Leiðin liggur mjög austarlega í fjallinu. Fyrsta spönn liggur upp stutt ca. 70° haft sem leiðir mann í ca 50m ísbrekku. Seinni spönnin er klassísk 3. gráða. Svo er gengið niður til austurs.

Góða skemmtun.

Kveðja,
AB