Re: svar: Endurbygging – liðssöfnun

Home Umræður Umræður Almennt Endurbygging – liðssöfnun Re: svar: Endurbygging – liðssöfnun

#51981
2003654379
Meðlimur

Ánægjulegt að sjá málefnalegar umræður um þetta mál og það væri sorglegt ef ekki væri hægt að nota þetta tækifæri til að fá viðunandi niðurstöðu fyrir klúbbinn.Ég er sjálfur byggingaverktaki og þó svo ég hafi ekki gist í skálanum síðan ég var nýliði í FBSR,áratugum áður en þeir hleyptu konum í sveitina,þá hef ég fengið lýsingu á ástandi skálans og það er ljóst að kostnaðarsamt verður að gera skálann upp.Ef ekki kæmi til sérstök fjármögnun til verksins myndi slíkur gjörningur éta upp stóran hluta eiginfé klúbbsins og draga mjög úr framkvæmdagetu til annara verka.Persónulega finnst mér að við eigum að hafa rekstur klúbbsins einfaldan og gera færri hluti vel en fleiri hluti illa.Sagan hefur sýnt að klúbburinn hefur ekki sinnt þessu vel og ástæðan er áreiðanlega ekki sú að félaga okkar hafi skort dug.Varðandi verðmæti skálans finnst mér að við verðum að taka tillit til sögu skálans og frekar að tryggja að skálinn verði gerður upp í upprunalegri mynd og að rekstur skálans verði með því móti að Ísalp geti vel við unað heldur en að reyna að græða sem mest á sölunni.
Í öllu falli er gott að nota þetta tækifæri og fá niðurstöðu í málið
frekar en að bíða eftir eh nýjum forsendum.

Kv Viðar