Re: svar: Ein ný en samt gömul

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Gullna reglan Re: svar: Ein ný en samt gömul

#51005
1610573719
Meðlimur

Svo menn viti án þess að ég sé eitthvað að afsaka mig þá heldur fyrir hina óreyndari að læra af: Ég var að koma upp lóðréttan kafla upp fyrir ávala brún og hjó hægri öxinni vel inn og tók vel í hana til að prufa og við að sveifla þeirri vinstri brotnaði út hálfur fermeter af ís í kringum þá hægri. Ég tel að það hafi orðið mér til happs að ég datt aftur fyrir mig. Það sem læra má af þessu er að á ávölum brúnum er yfirleitt mikil yfirborðsspenna í ísnum og stórar flögur geta auðveldlega brotnað. Reynið að miða annaðhvort vel fyrir ofan brúnirnar eða fyrir neðan þær. Þetta á líka við um lóðréttan ís. Betra að lemja inni í kvosum heldur en utan á ísbunkum eða stöplum. Maður lærir meðan lifir. Ég hef alla vega ekki dottið í leiðslu síðan svo ég muni.