Re: svar: common! 111 mínútur – ekki 111 heldur 11

Home Umræður Umræður Almennt common! 111 mínútur Re: svar: common! 111 mínútur – ekki 111 heldur 11

#47720
0405614209
Participant

Myndaval á Banff miðast við að reyna að sýna sem mesta fjölbreytni fjallamennsku og hvað það er sem fólk tekur sér fyrir hendur úti í náttúrunni.

Við reyndum að velja myndirnar þannig að fjölbreytnin væri sem mest ásamt því að við völdum frekar myndir þar sem adrenalinflæðið væri sem allra mest – semsagt spennu- og skemmtipakka.

Það verða 2 sýningar á Banff og það verður ekki sama dagskráin bæði kvöldin. Samningurinn sem við erum með leyfir ekki fleiri sýningar þannig að þetta verða einu tækifærin til þess að sjá myndirnar. Fyrstir koma, fyrstir fá. Við bendum fólki aftur á móti á að það er hægt að panta miða með að senda póst á banff@isalp.is

Listinn yfir myndirnar er á http://www.isalp.is og þar er hægt að sjá og sannfærast um að þetta verður frábær skemmtun.