Re: svar: búlder og jafnvel meira við Akrafjall?

Home Umræður Umræður Klettaklifur búlder og jafnvel meira við Akrafjall? Re: svar: búlder og jafnvel meira við Akrafjall?

#52899
Öddi
Participant

Jæja gústi við kíktum þarna um daginn og urðum ekki fyrir vonbrigðum! Eðal steinar um 4-6 metrar á hæð og flatt gras undir. Skrýtið að maður hafi ekki farið þangað áður! Þarf að kíkja þangað aftur og klára verkefnið mitt ;) Eitt nýtt svæði kannað og mörg eftir. Held að nýjungar í klettaklifri á íslandi liggji að mestu í búldrinu og hef verið að rannsaka þetta að undanförnu og fundið áhugaverða staði sem lofa góðu stutt frá höfuðborginni (1-2 klst). Sumt af þessu eru klettabelti sem eru á mörkunum að vera línuklifur eða búlder. Hef líka verið mikið á austfjörðum og fundið eðal probba m.a. á Seyðisfirði og í kringum Egilsstaði. Svo er bara málið að taka höndum saman og gera alsherjar topo af klettaklifri á Íslandi er það ekki? Kannski að fleirri leyni a leyndum stöðum sem þeir vilja deila með almúganum.
kv. Öddi
ps. Gústi verðuru ekki reddí í Hraundrangan í lok sumars?? ;)