Re: svar: Banff

Home Umræður Umræður Almennt Banff Re: svar: Banff

#48619
1704704009
Meðlimur

Ekki fannst mér skíðagöngumyndin léleg. Hún hafði í raun allt sem góð saga þarf að hafa. Upphaf, ris og endi. Hún var líka fyndin á köflum auk þess með nokkrum óvæntum atriðum og smáspennu í bland. Gönguskíði þykja hins vegar ekki eins aggressív eð sexí og bretti eða svigskíði og kannski líður þessi mynd fyrir það. Hefði amk. ekki viljað sleppa henni.
Er orðinn æði spenntur fyrir Eiger á eftir. Harrer fór ekki á broddum upp fjallið. Ætli einhver verði ekki að leika það eftir líka? Annað væri nú svindl.