Re: svar: Á að bolta Stardal?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Valshamar – ný leið Re: svar: Á að bolta Stardal?

#48812
Siggi Tommi
Participant

Vona að þetta fari ekki að verða eins og hjá Frökkunum. Skilst að þeir bolti allt, sama hvort þar er hægt að dótaklifra eða ekki.

Alveg sjálfsagt mál að bolta þar sem dót er annað hvort vafasamt eða ekki til staðar en alls ekki að bolta leiðir sem eru vel tryggjanlegar „náttúrulega“. (heyrist flestir vera á því líka)

Jákvætt að nýta betur þennan hluta Stardals því það veitir ekkert af fleiri sportleiðum í nágrenni borgar óttans.

Styð þó frekar íhaldssama stefnu í þessum málum, sérstaklega á stöðum þar sem hefur lengi verið stefna að bolta ekki. Þar sem er búið að bolta á annað borð, er eins gott að gera það almennilega…