Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland? Re: Re: Velja fjallaskíði – bestu skíðin fyrir Ísland?

#57848
Páll Sveinsson
Participant

Ég er á Rossignol S3 168 128/98/118 Twin Dip, Marker Baron og Scarpa Mobe.
Þetta valdi ég eftir að hafa metið hvað mig langaði að skíða.
Í mínum huga er niðurleiðin það sem skiptir máli og er alveg til í að söffera á uppleiðini.
Ég keypti skíðinn og bindingarnar í Útilíf á vorútsölu og skóna hjá Dóra á hefðbundnum 20% afslátti.
Í staðinn er ég búinn að fá topp þjónustu hjá Gauta í Útilífi og Fjallakofinn sér um sína. Það hefur ekki veit af eiga þetta lið að.
Það var alveg sama hvað ég googlaði mikið það var engið leið að fá þennan búnað ódýrari nema á útsölu erlendis og finna leið að koma þessu dóti heim undir hendini og fá vaskinn endurgreiddan.
Þetta dót kostar bara sitt.

Í mínum skíða hóp er ég á tunnustöfum. Flest allir eru á lengri og breiðari skíðum.
Það hefur komið oftar fyrir að mig langar í meira flot heldur en meira grip.

kv. P