Re: Re: Svar:klifur í dag

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur klifur í dag Re: Re: Svar:klifur í dag

#55366
SissiSissi
Moderator

Fór með Halla Gúmjárni, Gerald félaga hans og Frey Inga formanni í Spora í dag. Fínn ís, rennandi blautur efst samt. En það kom ekki að sök. Tókum aðkomuhöftin líka sem var bara ansi gaman. Fossarnir austanmegin í skarðinu voru ansi morknir (Hrynjandi, Áslákur etc).

Hittum nokkra hressa Akurnesinga á heimleiðinni sem voru að klifra í aðkomuhaftinu (Mígandi? man þetta aldrei).

Dóri og co voru víst á ferðinni í Kjósinni í gær, svo þetta er ekki alveg búið.

Kveðja,
Sissi