Re: Re: la sportiva spantik, BD viper, grivel broddar.

Home Umræður Umræður Keypt & selt ALLT SELT! Re: Re: la sportiva spantik, BD viper, grivel broddar.

#56053
Skabbi
Participant

Daníel Magnússon wrote:

Quote:
sælir.

Grivel Rambo 4 …Þeir eru nýrri týpa af þessum klassísku grivel og eru tennurnar ekki alveg jafnt fram heldur er ein aðeins fremri en hin, ég sjálfur finn enga ókosti við þetta heldur hef ég getað klifrað bara mjög vel með þá.

Af því að ég keypti svona brodda nýja (ósamsetta) um árið en þú keyptir þína notaða og samsetta ætla ég að benda á eitt. Þessir broddar eru seldir með einni framtönn og spora sem hægt er að setja aftaná. Hægt er að velja um tvennskonar stðasetningu á framtönninni, framan af stórutá eða beint fram af skónum.
Tönnin fyrir sporann er lengri og reikna ég með því að sá sem þú keyptir broddana af hafi einfaldlega sett sporann framaná. Það má vera að slík uppsetning sé hrein snilld en ég er nokkuð viss um það sé ekki hugsað þannig frá byrjun.

[/besserviss]

Þetta eru þrusugóðir klifurbroddar og kosta vel á fimmta tug þúsunda nýjir í dag hér heima.

Skabbi