Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig á að setja ísskrúfu í ís? Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

#56082
Skabbi
Participant

Samkvæmt þessari rannsókn er ekki svo ýkja mikill munur á haldstyrk(?) 13 og 22 cm skrúfu í góðum ís. Styrkurinn virðist fyrst og fremst vera í gengjunum. Það sem lengri skrúfurnar hafa framyfir hinar styttri er að þú getur borað þeim dýpra til að komast að góðum ís. Í nýlegum pistli frá Gaddaranum segist hann nota nær eingöngu 13 cm skrúfur. Það eigi að vera alveg nóg ef þú passar að höggva allt rusl utanaf ísnum fyrst og skrúfa bara í góða ísinn.

Ef ísklifur væri nú svo einfalt!

Allez!

Skabbi