Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Hvernig á að setja ísskrúfu í ís? Re: Re: Hvernig á að setja ísskrúfu í ís?

#56079

Ég datt í 13 cm BD Express skrúfu í Paradísarheimtinni undir Eyjafjöllum fyrir ca. ári síðan. Sú skrúfa var sett inn eftir því sem predikað er í þessu myndbandi frá BD, þ.e.a.s. hornið undir skrúfunni aðeins minna en 90 gráður. Hún hélt þessu falli vel.

Ágætt að benda líka á svokallaða 5 cm reglu sem sýnd er í leiðbeiningum með skrúfum frá BD. Hún á við ef ekki er hægt að skrúfa inn alla leið. Ef minna en 5 cm stand úr má klippa í lykkjuna (hanger) en ef þetta er meira en 5 cm má setja sling utan um skrúfuna með einföldu bragði (girth hitch). Geri ráð fyrir að þetta eigi við um skrúfur sem eru lengri en 13 cm (16, 19 og 22 cm). Persónulega forðast ég það með öllu að beita þessari „reglu“ eða koma mér í aðstöðu þar sem ég þarf að beita henni.

Sjá
http://www.blackdiamondequipment.com/uploads/black-diamond/files/MM5820_D_Ice_Pro_InstSheetWEB.pdf

Kveðja frá Japan
Raggi Þrastar.