Re: Re: Duglegir menn í Tindfjöllum

Home Umræður Umræður Almennt Duglegir menn í Tindfjöllum Re: Re: Duglegir menn í Tindfjöllum

#57885
Sissi
Moderator

Síðustu helgi var vinnuferð í Tindfjallaskála. Voru þar á ferð Góli, Kristján Guðni, Siggi Skarp, undirritaður og þrír aðstoðarmenn af minni sortinni.

[attachment=461]IMG_20120922_160301.jpg[/attachment]

Meðal annars voru austur- og suðurhliðir málaðar og aðeins slett á glugga og hurðir. Vegna veðurs gafst ekki færi á mikið meiri útivinnu. Einnig voru settir upp hitamælar, annar reykskynjari, borin grænsápa á innréttingar og ýmislegt fleira smálegt, ásamt því að allt var yfirfarið og þrifið hátt og lágt.

Skálinn ætti því að vera tilbúinn í veturinn.

[ul]
[li]Hér má finna upplýsingar um skálann og bóka[/li]

[li]Hér er hægt að skoða uppgerðina á skálanum[/li]
[/ul]

Þá hittum við nokkra Flubba í neðsta skála, framkvæmdir þar eru dottnar aftur í gang. Hið besta mál.