Re: Re: Charlet moser Pulsar Klifur axir

Home Umræður Umræður Keypt & selt Charlet moser Pulsar Klifur axir Re: Re: Charlet moser Pulsar Klifur axir

#55977
0311783479
Meðlimur

Það er klárlega rétt hjá þér Atli að þetta var óþarft komment, eins og það var orðað hjá mér líklega kom það hrokafullt fram þó það hafi ekki verið tilætlunin. Hins vegar átti inntakið efni við þá sem veltu fyrir sér að kaupa axirnar.

Þú bendir réttilega á að grunnhugmyndafræði frjáls markaðar byggist á því að þar finnist óbundnir og frjálsir kaupendur og seljendur sem síðan ákvarða það verð sem fæst fyrir vöruna. Það verð ákvarðast síðan af mörgum utanað komandi þáttum og ekki síst þekkingu beggja aðila á vörunni og markaðinum. Mér fannst persónulega full mikið að biðja um 20þúsund fyrir par af pulsar og vildi hafa áhrif á verðmyndunina til hagsbóta fyrir kaupanda, sem mjög líklega væri að stíga sín fyrstu spor inni í snæviþakkta fjallasalina. Svo virðist af skeytinu hjá þér að pulsaranir hafi farið fyrir talsvert minna en 20þúsund sölutilboðið, þannig að þá má álykta að markmiði skeytis míns hafi verið náð að hafa áhrif á verðið í átt að því þar sem fullkomlega upplýstir kaupendur/seljendur (þeir sem hafa allar upplýsingar um vöru og markaðinn) hefðu mæst og átt viðskipti.

Það sem er mikilvægast er að báðir aðilar hafi gengið sáttir frá viðskiptunum, sem af skeyti þínu má dæma að hafi náðst.

kveðja
Halli