Re: Re: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

Home Umræður Umræður Almennt Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar Re: Re: Bjargsigsmenn í öðrum heimi hvað útbúnað varðar

#56213
Bergur Einarsson
Participant

Hef reyndar ekki séð þessa mynd í mogganum en Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur sigið í Krísuvíkurbjarg í mörg ár.

Þar er notast við kaðla en ekki static línur. Hefur marga kosti ef maður er ekki mikið að spá í þyngdinni. Ágætt að vera með 25 mm af efni en ekki 11 til að skrapa af á brúnum og fylla af gúanói.

Kerfið er alltaf haft tvöfalt, þ.e. tveir kaðlar og menn eru í þokkalega nýjum beltum og með hjálma frá því eftir síðustu aldamót.

Myndi ekki hika við að nota kerfi sem þetta í bjögun ef ég vissi hvað ég er með í höndunum. Það gildir víst það sama um þetta nylon og það sem er í línunum sem við notum dags daglega að þetta er ekki eilíft og þolir illa sólarljós. Ekki binda bara hvaða kaðal sem er í sig og láta flakka.