Re: Graðnaglar í Grafarfossi

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Grafarfoss Re: Graðnaglar í Grafarfossi

#53293
Skabbi
Participant

Við Gulli og Viðar viljum vera eins og þið og skelltum okkur í Grafarfossinn uppúr hádegi í dag. Það er enginn lýgi að Fossinn er í firnagóðum aðstæðum, fastur fyrir, temmilega þurr og ekkert holhljóð! Reikna með því að við höfum farið sömu leið og þið í gær. Fleiri leiðir eflaust vel færar.

Kokostréð var tööööff, en okkur skorti dagsbirtu.

Svei mér þá, ég held að Grafarfossinn hafi bara batnað um helming eftir að hann varð klassískur!

Allez!

Skabbi