Re: Eyjafjöll 11. des 2011

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður 2011-2012 Re: Eyjafjöll 11. des 2011

#57137
Siggi Tommi
Participant

Fór í Eyjafjöllin í dag ásamt Kjartani Jóns, hinni barnungu grjótstjörnu.

Smelltum okkur í Skoruna í Paradísarheimt (telst þetta ekki annars afbrigði af „heimtinni“?).
Hlákan í gær breyttist í frost í nótt svo aðstæður voru ágætlega traustar. Einn smá hnulli sem skaust niður leiðina meðan við vorum að preppa okkur en síðan ei meir. Töluvert hrun úr stóra fossinum eins og alltaf en það var fjarri okkur.
Leiðin var í frábærum aðstæðum og enduðum við uppi á brún og löbbuðum niður. Svolítið kertað og massablautt eins og alltaf á þessu svæði en þeim mun tæknilegra og skemmtilegra. Stórskemmtilegar myndanir í skorunni sjálfri og ísinn víðast traustur. Flestar skrúfurnar voru góðar því milli kertabunkanna voru samfelldari bunkar svo þetta var bara gjött.
Smá maus að komast upp á brún. Enduðum á 30m hliðrun til hægri og upp nokkurra metra mixhaft. Hefði kannski verið léttara að síga bara en það er bara ekki eins gaman… :)
Fórum þetta sem tvær langar 60m+ spannir upp skoruna og svo var lokaspönnin 10-15m létt ísbrölt hliðrunin og lokamauvið, samtals fullir 60m (130m ísklifur s.s.). Góður stans tæplega miðja leið upp í litlum helli.
Erfiðleikinn í þessum aðstæðum líklega um WI4+, en nokkuð „trikkí“ ef svo má að orði komast.

Dreitill (WI5) í svipuðum aðstæðum og Skoran og vel klifranlegur. Bjarta hliðin (WI6) öll að koma til en mjótt kerti í miðjunni og þunnt í toppinn. Ef frostið helst verður þetta og fleira í blússandi um næstu helgi.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá eru Eyjafjöllin með því magnaðasta sem er í boði hér á landi en eru sjaldan í aðstæðum. Það þarf langan harðan frostakafla og það þarf að gerast snemma vetrar áður en sólin fer að hækka á lofti.
Suma vetur hefur svæðið alls ekki gefið færi á sér svo það er um að gera að drífa sig sem fyrst áður en það verður um seinan…

Nokkrar aðstæðu- og aksjónmyndir á https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/Eyjafjoll11Des2011