Reply To: Ísklifuraðstæður 2019-2020

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ísklifuraðstæður 2019-2020 Reply To: Ísklifuraðstæður 2019-2020

#68408

Slatti af ís hérna fyrir vestan (er á Ísafirði þennan veturinn) en veðrið hefur verið óstabílt og leiðinda umhleypingar. En vonandi fer þetta að koma almennilega. Vel formaðar línur í Naustahvilft til dæmis og fleiri staðir að koma til. Set hér með nokkar myndir. Á þeirri fyrstu sjást línurnar í Hafradal. Það er búið að klifra leiðir þar sem kallast Betanía og Sýndarveruleiki en gömlu kempurnar hér eru enn að reyna muna hvar þær eru. Við Viðar Kristins og Heiða Jóns vorum að leika okkur um daginn í þessari lengst til vinstri á myndinni í ansi blautum aðstæðum en spurningin er hvort hún hafi verið klifruð áður eða ekki.

Næsta mynd er úr Bakkahvilft sem gengur úr Hnífsdal. Það hefur líklega ekki verið klifrað þarna áður. Við Heiða Jóns klifruðum leiðina sem rauða örin bendir á, föstudaginn 29.11.2019. (Purrkur, WI3+/4, 50m). Það eru í raun tvær línur sem liggja þarna upp hlið við hlið og því liggur beinast við að kalla þá hægra megin Pillnikk. Stefnið auðvitað á að klára það dæmi sjálfur. Gangan þarna uppeftir er áhugaverð þegar það er enginn snjór, sórgrýtt mjög svo þetta tekur tíma.

Restin er svo þegar Purrkur var farinn.