Boltaumræðan afturgengin?

Home Umræður Umræður Klettaklifur Boltaumræðan afturgengin?

  • Höfundur
    Svör
  • #68043
    Siggi Richter
    Participant

    Nú langar mig dálítið til að velta upp umræðuefni sem ber líklega undirliggjandi ósætti, en þó hefur ekki fengið almennilega umræðu upp á síðkastið; boltun akkera í dótaleiðum (ég vona að ég sé ekki að skjóta sjálfan mig í fótinn).

    Já, ég er eflaust að ýfa upp gamlan ljótan draug, en þetta á einnig við um Stardal. Það vita allir vel að boltun er óheimil í Stardal og hefur fólk almennt virt það, sem er frábært. En reglulega gnauðar í aumum bakraddakórnum, grátandi ósanngirni þess að hömlur skuli settar boltun eins af aðeins tveimur dótaklifursvæðum landsins og að boltun í það minnsta akkera sé seinasti lífróður slíkra svæða eftir athygli, kór sem þó sést sjaldan til undir hömrum Stardals nú til dags. Ég get að vissu leiti tekið undir lof boltaðra akkera, oftar en ekki flýta slík fríðindi mikið fyrir klifrinu og hafa sjaldan stórvægileg áhrif á karakter leiðarinnar (boltabann á samt auðvitað jafnt við um bolta í akkeri sem í sjálfum leiðunum).

    En af hverju er ég að kveða upp draug sem hefur lítið annað en rumskað undanfarin ár ef mér er ásamt öðrum svona í mun að halda boltum frá Stardal?

    Þannig er mál með vexti að nú í sumar höfum við Maggi tvisvar lagt leið okkar í Fallastakkanöf í Suðursveit og komist að því að hún bíður upp á hreint út sagt ómótstæðulegt klifur. Einnig hafa nokkrar af þeim fáu en glimrandi dótaleiðum á Hnappavöllum orðið fyrir valinu. En þá vaknar spurningin; Er þess virði að prófa að setja upp boltuð akkeri/stansa í dótaleiðum á þessum svæðum og sjá hvort slíkar bætur hafi tilætluð áhrif? Það er vel þekkt að bæði svæði hafa orðið fyrir barði borvélanna án ósættis og því ættu örfá vel ígrunduð akkeri vart að valda deilum. Boltaðir stansar í leiðunum í Nöfinni myndu flýta fyrir klifri, auka þægindi í stans og spara tryggingar sem hægt er að nota í leiðslu, enda eru sprungurnar margar mjög einsleitar og krefjast margra trygginga af svipuðum stærðum. Á Hnappavöllum myndi akkeri svo flýta fyrir hreinsun trygginga úr dótaleiðunum, og oftar en ekki er hægt að lauma línu fram yfir brún til að koma henni fyrir í ofanvað.

    Er þetta eitthvað sem landinn gæti sætt sig við til að byrja með, og sjá svo til seinna meir hvort niðurstöður leiði af sér íterlegri akkeraumræður á öðrum svæðum?

    #68044
    Jonni
    Keymaster

    Ég er mjög fylgjandi boltuðum akkerum í dótaleiðum og myndi styðja þessa útsetningu, þ.e. byrja á akkerum á Hnappavöllum, Falastakkanöf og Norðurfirði og sjá hvaða áhrif þau hafa.

    Einn vinkill á punktinum að þeir sem biðja um akkeri sjást lítið í Stardal gæti verið að þar sem klifrið þar er óhagkvæmt, þegar alltaf þarf að smíða toppakkeri, og fara því á önnur svæði.

    Ég sé boltuð akkeri sem lyftistöng fyrir dótaklifur án þess þó að það taki frá klifrinu sjálfu.

    #68046
    Siggi Richter
    Participant

    Engar áhyggjur, ég vildi vera dálítið dramatískur til að espa upp blóðið í mönnum hérna (höfum enga sjóðheita umræðuþræði fengið hér lengi), en þú ert alltof yfirvegaður 😉

    Ég get kannski ekki sagt að mér finnist boltuð akkeri ávalt lausnin, en jafnvel bara að hafa einn/tvo vel falda bolta með reglulegu millibili yfir brúninni (eins og í gerðubergi) flýtir ótrúlega fyrir. Þess vegna finndist mér ágætis samfélagstilraun að sjá hvort „betrumbætur“ á leiðum á fyrrnefndum svæðum myndu verða til hins betra eða verra.

    #68049
    Helgi Egilsson
    Keymaster

    Bolta akkeri út um allt í Stardal helst í gær. Skil ekki hvað er því til fyrirstöðu, nema það séu einhver friðunarákvæði á klettinum?
    Er einhver á móti því að það séu sett upp toppakkeri þarna?

    #68051
    Sissi
    Moderator

    Snilld, þessi þráður hefur möguleika á að verða meðal efnis í næstu best of spjallborð grein minni í ársriti Ísalp 2029!

    #68053
    Siggi Richter
    Participant

    Helgi! Svona virka ekki málamiðlanir… Þar að auki er boltun í Stardal ekki einu sinni umræðuefni 😉 Það eru eflaust margir sem vilja gjarnan malda í móinn gegn boltum í Stardal, en það aldrei að vita ef fólk hegðar sér vel í kringum boltun akkera á fyrrnefndum svæðum hvort við mildumst mögulega eitthvað í afstöðunni gagnvart toppboltum í Stardal.

    #68082
    Siggi Richter
    Participant

    Hvað er þetta, allur vindur úr fólki? Ég verð allavega í Skaftafelli næstu tvær vikurnar ef fólk vill að útræddu máli skoða boltun akkera á þessum stöðum, en ef áhuginn er ekki til staðar er það ekki vandamál af minni hálfu (ég á nóg af vinum og kann ekki að bolta).

    #68106
    Otto Ingi
    Participant

    Djöfull er ég ánægður með þennan þráð, þessu bjóst ég nú ekki við frá Sigga Sandpoka.

    Þegar kemur að Stardal þá má eflaust skipta þessum bakraddakór í tvo hópa.
    1. þeir sem vilja opna alfarið fyrir boltun í Stardal.
    2. Þeir sem vilja bolta toppakkeri eða sigakkeri á vel völdum stöðum í Stardal.

    Ég er mjög hlynntur því að bolta toppakkeri í Stardal. Ég sé nokkra kosti við það.
    1. Flýtir fyrir þannig að maður gæti eflaust klifrað fleiri leiðir í einum kvöldrúnt/dagsferð í dalinn.
    2. Auðveldar hreinsun t.d. ef tryggjarinn hefur ekki hug á að klifra leiðina.
    3. Opnar möguleika á að hinn almenni sportklifrari geti farið í ofanvaðsklifur á þessu topp klifursvæði í örskotstund frá höfuðborginni, það gæti síðan laðað fleiri klifrara út í dótaklifur. Bendi á 1 grein í lögum ÍSALP þar sem stendur „Ísalp er félag áhugamanna um fjallamennsku sem leggur áherslu á að vera sameiginlegur vettvangur fjallamanna og stuðla að vexti fjallamennsku á Íslandi.„. Ef við getum fengið fleiri til að stunda dótaklifur með þessum hætti þá myndi ég flokka það sem að við væru að stuðla að vexti fjallamennsku á íslandi.

    Þó að ég tilheyri þessum grátkór þá hef ég nú látið sjá mig töluvert í Stardal undanfarin ár. Fyrir mitt leiti þá myndi það ekki trufla upplifun mína af dótaklifri þó að það væri boltuð toppakkeri. Það væri kanski annað mál ef þetta væri fjölspanna klifur þar sem hluti af klifrinu er að finna góðan stans, nota hæfilegt magn dóti, byggja gott akkeri o.f.fr..

    Ég er mjög á móti því að það verði boltaðar klifurleiðir í Stardal. Þarna eru við einfaldlega með berg sem hentar mjög vel í dótaklifur og ég er hræddur um að ef byrjað verði að bolta leiðir þá fari það úr böndunum á nokkrum árum. Það myndi líka trufla upplifun mín mjög ef ég væri í dótaklifurleið útúrpumpaður að reyna að troða inn einhvejru dóti og sæji svo bolta í seilingsfjarlægð til hliðar.

    Það má alveg bolta toppakkeri í dótaklifurleiðum á Hnappavöllum mín vegna, sömu rök og með Stardal.
    Varðandi Fallastakkanöf, er það ekki partur af fjölspanna dótaklifri að þurfa að búa til stans? Kaupi samt alveg rökin að það sé erfitt í ljósi þess að það þarf mikið af tryggingum í sömu stærð. Hef ekki sjálfur klifrað þarna og hef engar taugar til svæðisins. Það má bolta akkeri mín vegna.

    #68108
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég er hlynntur hóflegri toppakeris boltunar í Stardal þar sem það gerir svæðið aðgengilegra fyrir byrjendur sem lengra komna og eykur örryggi. Ég skil persónulega ekki þessa púrista tal um toppakeri í Stardal sem ég tel bara gera hluti minna aðgengilegri og fælir frá kynnslóðir framtíða dóta klifrara. Það eru margar leiðir sem erfit er að setja toppakeri með dóti og því toprope klifur erfit.

    #68123
    Siggi Richter
    Participant

    Haha, ég skaut mig greinilega í fótinn… þetta tók ekki langan tíma að snúast yfir í Stardalsumræðu.

    Ég er algjörlega sammála því að örfáir vel ígrundaðir sigboltar kæmu sér mjög vel í Stardal og ég er sammála þessum punktum, en mér finnst samt þess virði að stíga rólega til jarðar í þessu máli. Þess vegna datt mér í hug að byrja á tilraunaverkefni á fyrrnefndu svæðunum og sjá hvort þetta hafi raunverulega þessi tilætluðu áhrif sem menn lofa.

    Annars varðandi bolta í Nöfinni þá held ég að boltuð akkeri myndu bara auka þægindi. Það er aldrei vandamál að koma fyrir akkeri og allar tryggingar eru jarðsprengjuheldar, ég held að það sé frekar hægt að bera þetta saman við t.d. akkeri í fjölspannaleiðum í Indian Creek (sparar tryggingar og eykur þægindi í stans þar sem sprungan sem er klifin er eina akkeristryggingin). Og svo myndi það líka bæta við möguleikanum að bakka þægilega úr leiðunum án spotta- og fleygakraðaks.

    En efasemdir mínar á að veitingu veiðileyfis á Stardal hafa ekkert dvínað, ég er enn fullkomlega sáttur við boltalausan dalinn. En ég er einfaldlega að draga þessa umræðu upp til að fikra okkur mögulega í átt að sátt og hinum gullna millivegi þessara blessuðu boltamálum (Já, ég vil bara sjá hvort fólki sé treystandi). Og miðað við stöðuna held ég að besta lausnin til að gera sem flesta sátta væri að skoða möguleikann á nokkrum vel földum en gagnlegum sigboltum yfir helstu hömrunum/leiðunum til að auðvelda hreinsun leiða og bjóða upp á fljótleg og þægileg toppakkeri, þó með skíru samkomulagi um að halda boltum með öllu frá leiðunum sjálfum. En það er ykkar að selja slíkar hugmyndir, svo nú reynir á sannfæringarmáttinn.

    #68276
    Siggi Richter
    Participant

    Smá uppfærsla á akkerismálum, mig langar að minnast á það að Jón Viðar, Stebbi og fleiri eyddu helgi á Hnappavöllum í september vegna viðhalds á svæðinu, en ásamt því að hressa upp á gömul akkeri o.fl þá var boltuðum sigakkerum einnig bætt við í leiðirnar Vöfflujárnið og Svart regn.

    Báðar eru þriggja stjörnu dótaleiðir á Hnappavöllum og nú er bæði auðvelt að koma fyrir línu í ofanvað í leiðunum og hreinsa tryggingar eftir leiðslu!

    #68358
    Siggi Richter
    Participant

    Önnur viðbót við umræðuna, nú er Jón Viðar einnig búinn að koma fyrir boltuðu akkeri í 5.6 dótaleiðina Skúmaskot í Miðskjóli. Stórgóð byrjendaleið sem ég mæli hiklaust með, og það er líka hægt að koma línu í akkerið að ofan fyrir ofanvaðsklifur ef fólk vill reyna á leiðina en treystir sér ekki strax til að leiða.

    • This reply was modified 4 years, 4 months síðan by Siggi Richter.
12 umræða - 1 til 12 (af 12)
  • You must be logged in to reply to this topic.