Re: Tindfjallaskáli

Home Umræður Umræður Almennt Tindfjallamál Re: Tindfjallaskáli

#51987
0702546039
Meðlimur

Tindfjallaskáli þarfnast viðhalds. Best er að afhenda F.Í. skálann enda stendur í lögum klúbbsins að ef starfsemi félagsins sé lagður niður eigi að afhenda F.Í. skála félagsins til varðveislu. Núverandi virkir félagar hafa nánast hætt að fara í Tindjöllinn og liggur því við að afhenda F.Í. skálann til varðveislu. ´

Síðan stendur í lögunum að ef starfsemin sé endurvakinn þá megi ´“klúbburinn“ fá skálann til baka.

Hvað ætlar klúbburinn að gera við kr.500,000? Byggja nýjan klifurvegg!! Og verða síðan hent útúr því húsnæði eftir nokkur ár!! Þá er illa farið með „Tindfjallaskálann.

Ef ég ætti hálfa miljón myndi ég hiklaust kaupa skálann, enda fengist ekki leyfi til að byggja nýjan skála á þessu svæði og er því staðsetningin gríðalega verðmikill fyrir F.Í.

Það mætti líka leggja til að nýr skáli yrði smíðaður í bænum, alveg eins og sá gamli og fluttur uppeftir og sett á gamla grunninn. Þá ertu kominn með nýjan og góðan Tindfjallaskála.

Það hefur líka heyrst að einstaklingar í F.Í. ætla að gera Tindfjallaskála að sínum „einka“ skála.

Styð þá hugmynd að aðalfundur ákveði endanlega hvað verði gert við Tindfjallaskála.

GuðjónÓ.