Re: Svar:Vefurinn

Home Umræður Umræður Almennt Vefurinn Re: Svar:Vefurinn

#54767
1908803629
Participant

Hó hó

Ég sagði nú bara að „margt af þessu væri jafnvel fljótlegt“ og geri mér vel grein fyrir því að margt annað er mjög seingert… og gerist jafnvel aldrei. En það sakar ekki að vera jákvæður ,-)

Efnið sem ég held að sé hægt að gera ágætlega hratt er efni um sportin og svo að koma öllu efni, sem er nú þegar til, á einn stað – ísalp síðuna.

Og fyrst það er verið að kalla eftir kröftum þá bíð ég litlafingur og skal reyna að gera stuttan pistil um klettaklifur, sem gæti nýst sem efni á síðunni sem Beginners Info. Ef mér tekst það ekki á t.d. innan við mánuði þá minnist ég ekki á þetta aftur… En takist mér þetta litla verk þá tuða ég kannski um eitthvað meira.

Eru einhverjir ísklifrarar, fjallaskíðamenn, alpakellur/kallar sem vilja taka þátt og skrifa lítinn pistil um sitt sport? Þá gæti þetta verið unnið saman og allt tilbúið á einu bretti og komið á vefinn kviss, bamm, búmm.

Kv. The Optimist