Re: Svar:Vefurinn

Home Umræður Umræður Almennt Vefurinn Re: Svar:Vefurinn

#54757
Sissi
Moderator

Spjallið og skráning leiða er aðalmálið.

Síðan er gaman að hafa einhvern pott þar sem snillingar á borð við Pál Sveins geta hent inn, það er mikið til í þessu, þetta efni er út um allar trissur og týnist og gleymist. Við félagarnir hentum miklu inn á askinn á sínum tíma en það er orðið hálf dautt t.d. og væri miklu skemmtilegra að hafa það einhversstaðar í öruggri höfn og tengt á einhvern hátt við klúbbinn. En það er kannski meira seinni tíma mál.

Tek samt aftur hattinn ofan, bæði fyrir HB.Org að nenna að gera gömlu útgáfuna sem þjónaði okkur vel í mörg ár og einnig Gulla og co. sem græjuðu þennan nýja fína vef. Þetta er miklu meiri vinna en menn átta sig á.

Sissi