Re: Svar:Tryggingamál

Home Umræður Umræður Almennt Tryggingamál Re: Svar:Tryggingamál

#54800
Björk
Participant

Já þetta með tryggingar þegar kemur að fjallamennsku er frekar erfitt mál. Ég reyndi að standa í þessu fyrir ca 1,5 ári síðan. Bara um leið og maður hakar við klettaklifur þá neituðu þeir að slysatryggja mig án þess að það kostaði heilmikið. Þrátt fyrir að maður segði að sportklettaklifur væri ekki hættulegt.
Þannig að það er mjög erfitt að líf- eða slysatryggja sig þegar kemur að eitthvað af þessum sportum sem ísalparar stunda. Ég reyndi að semja eitthvað við þá en þetta stoppaði alltaf og ég fékk alltaf einhverja skilmála í hausinn um að þeir tryggðu mig nema ef ég slasaði mig í fjallamennskuslysi og þá gat ég alveg eins sleppt þessu.

Ég er alveg til í að taka snúning á þessu með einhverjum.