Re: Svar:Team Siurana að gera það gott

Home Umræður Umræður Klettaklifur Team Siurana að gera það gott Re: Svar:Team Siurana að gera það gott

#54696
valdimar
Meðlimur

Siurana ferðinn gekk mjög vel og voru hellíngur af leiðum klifraðar.
Svona lítur tick listinn út fyrir okkur Maríönnu:
Valdi fór tvær 7c (5.12c) þar af ein onsight, tvær 7c+ (5.13a) ein í öðrú gói, fjórar 8a (5.13b), þrjár 8a+ (5.13c) þar af ein 8a+/b og einn 8b (tóks á fimm tilraunum).
Marianne klifraði eina 7b (5.12b)á þremur tilraunum, fimm 7a+ (5.12a) og svo margar 7a (5.11d) leiðir að við tíndum töluna á þeim.
Hún fór nánast allar 6a til 6c+ (5.10b til 5.11c)
Hún var líka ógeðslega nálægt því að klifra 7b+ (5.12c) og 7c+ (5.13a) en hún var bókstaflega einni hreyfíngu frá því að fara þær báðar, einn hvíldardagur og einn klifurdagur til viðbótar hefðu skilað af sér sigur á þessum leiðum fyrir stúlkunni.
Ferðin gekk svaka vel og aðstæður voru hin best, ekki einn einasti rigníngardagur og loftið var alltaf svalt og gott.
Stefnan okkar nú er að vinna hér heima í tvo mánuði og svo fara aftur út til catalunju og massa þessar leiðir sem við áttum eftir.
Lengri tími skilar af sér betri árang, því ætlum við að vera um þrjá mánuði í næstu ferð.
Venga!