Re: Svar:skíðasvæði og snjóflóð

Home Umræður Umræður Almennt skíðasvæði og snjóflóð Re: Svar:skíðasvæði og snjóflóð

#54822
Anna Gudbjort
Meðlimur

Góð pæling.

30° halli og snjór, þarf meira, tæknilega séð?

Ég efa að stór hluti þeirra sem eru að bröllta ei-ð út fyrir merktar skíðaleiðir í Hlíðarfjalli og Bláfjöllum séu með viðeigandi útbúnað. Sem er svo sem alveg skiljanlegt, þetta er ekki beint þekking sem liggur beint við flestum.

Þetta er t.d. ei-ð sem mér finnst ábótavant, aðgengi að fræðslu/kennslu í málum tengdum ferðamennsku í fjallinu að vetri til fyrir skíða- og brettafólk. Ekkert endilega að segja að þetta sé ei-ð sem ÍSALP ætti að sjá um, bara að segja að þetta vantar. Forsenda þess að fólk noti viðeigandi búnað og sýni aðgát þegar það er að skíða í fjallinu er að það viti að hans sé þörf í fyrsta lagi og hvernig á að nota hann.

…og svo er önnur spurning hversu margir eru tilbúnir að láta öryggið liggja á glámbekk í ljósi þess að nú kosta nýr ýlir litar 60.000 – 70.000kr, lágmark, og hvað er ný skófla? 15.000? Stangir? 10.000? Þetta er ansi dýr pakki fyrir búnað sem þú ert vonandi aldrei að fara að nota(Já, ég er bitur yfir því að þurfa að kaupa mér nýjan ýli!!!).