Re: Svar:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Svar:Nýjar leiðir

#55037
0304724629
Meðlimur

Við erum búnir að vera nokkuð duglegir hér vestra og nýttum frostakaflann vel. Reyndum í þriðja sinn við leið í fjallinu Kaldbak í Önundarfirði (ekki það sama og hæsta fjall Vestfjarða í Dýrafirði) en ég guggnaði…. Sjálfsagt spilaði inn í að við vorum 2,5 tíma að vaða snjóinn allt upp í mitti alla leið. Fossinn leit vel út frá vegi en var svo bara hrúga af postulíni sem molnaði við minnsta högg eða alveg holur að innan. Fyrsta spönnin er fullir 60 metrar og allt í fangið og svo er mikill ís fyrir ofan sem við höfum bara séð neðan frá. Sjálfsagt töluvert auðveldara en flott.

Nokkrar myndir hér: http://www.facebook.com/Borea.Adventures

Reynum aftur fljótlega.