Re: Svar:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Svar:Nýjar leiðir

#55022
Siggi Tommi
Participant

Tvær nýjar leiðir voru farnar í Kaldakinn þann 9. janúar 2010.
Eru þær báðar í háu klettunum nálægt sjónum, við hliðina á Drambi.

Reiði, WI5, 90m
FF: Sigurður Tómas Þórisson, Guðjón Snær Steindórsson, 9. jan 2010
Leiðin er næsta leið vinstra megin við Dramb (WI5).
Byrjar á stuttu léttu slabbi en svo taka við stífir 20m af samfellt bröttum ís. Síðustu 20m upp á snjósylluna eru WI4 eða svo og spönnin samtals um 55m.
Seinni spönnin er um 35m af WI4+/5-.

Leti, WI5-, 85m
FF: Páll Sveinsson og Viðar Helgason, 9, jan 2010
Bratt breitt kerti fyrstu 20m en síðan slaknar á brattanum upp að snjósyllunni, samtals um 50m spönn. Efri spönnin er 35m og heldur léttari en sú neðri en þó vel stíf.

http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuliOgKaldakinn#5425588235097358114

Hvort tveggja fantaleiðir sem líklega eru ekki í aðstæðum á hverjum degi.

Þar með hafa allar leiðirnar í þessum sektor verið farnar nema hrikalega flotti dildóinn lengst til hægri. Einhver spenntur?
Þarf að henda 4-5 boltum í þetta og þá er málið dautt…