Re: Svar:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Svar:Nýjar leiðir

#55018
2308862109
Participant

Egg og beikon.

Svínafell Öræfasveit. Um 400m SA við Beikon og egg, Línan sem nær lengst niður.

Heildar klifur – 235m WI4+

F.f. 6.janúar 2010, Halldór Albertsson og Haukur Elvar Hafsteinsson

1. Spönn 4+.gr 60m
2. Spönn 3.gr 10m
3. Spönn 4+.gr 55m
4. Spönn 2.gr 80m
5. Spönn 4.gr 20m
6. Spönn 4+.gr 10m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 600 – 700 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Þaðan er þröngur stígur sem liggur langleiðina í gegnum skógræktina og upp að leiðinni. um 15min labb frá bíl

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.
http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#5424418178034270162

Shrek er líka fólk.

Hnappavöllum Öræfasveit. Leiðin vinstra megin við ísklifrarar eru líka fólk.

FF. 7.Janúar 2010, Halldór Albertsson, Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Elvar Hafsteinsson og Ívar Finnbogason

Lengd. um 15m WI4+ Við endurskoðuðum gráðuna vegna hversu stutt leiðin er en endar verulega brött.

http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#5424431957299635890

Hundafoss.

Skaftafelli Öræfasveit. Fossin fyrir neðan Svartafoss.

FF. 7.Janúar 2010, Haukur Elvar Hafsteinsson, Ívar Finnbogason og Halldór Albertsson

Lengd. 25m WI4

http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#5424435701099050050