Re: Svar:Nýjar leiðir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010 Re: Svar:Nýjar leiðir

#55016
2806763069
Meðlimur

Beikon og egg.

Svínafell Öræfasveit. Línan til vinstri rétt vinstramegin við UMFÖ skóræktarreitinn.

Heildar klifur – 220 til 230m 5.gr.

F.f. 6.janúar 2010, Einar Rúnar Sigurðsson & Ívar F. Finnbogason.

1. Spönn 4.gr 40m
2. Spönn 5.gr. 20m
3. Spönn 3./4. gr. 40m
4. Spönn 4. gr. 45m
5. Spönn 4+./5. gr 50m
6. Spönn 4./4+.gr 10-15m
6b. Spönn 2.gr 50m
7. Spönn 5.gr. 10-15m

Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 200 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Frá lundinum er gengið að ská til vinstri upp hlíðina, þar til maður kemur upp nokkuð þröngt gil. (Maður gengur fram hjá einni ísleið á leiðinn þangað). Tvær flottar leiðir byrja upp úr þessu gili, og okkar leið er vinstri leiðin.

Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/Veturinn0910#5424470164858962962

Kv. Ívar og Einar.